13. apr. 2014

Þjálfun á góðum sunnudegi

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag af yngri syni okkar Alexander (5 ára) að þjálfa Háfjalla Öskju 





22. mar. 2014

Opið hús í Sólheimakoti


á mynd : Hafrafells Diana (Ugla)

Sunnudaginn 23 mars verður opið hús í Sólheimakoti. Húsið opnar klukkan 10:00. 

Hvetjum við alla til að mæta. Þarna verður spjallað og geta hundaeigendur fengið ráðleggingar varðandi þjálfun. Þetta er flott tækifæri fyrir nýliða til að kynnast öðrum fuglahundamönnum. Eftir spjall verður farið með hundana á heiðina á æfingu

Það eru allir velkomnir og hvetjum við hjá Hafrafellsræktun alla til að mæta.


15. mar. 2014

Hafrafells hundar 1 árs

Í dag eru Hafrafells hundar 1 árs og langar okkur að óska eigendum til hamingju með veiðifélagana.



Hafrafells Ares ( Skuggi)

Eigandi : Hafsteinn Lúðvíksson og fj. (Akureyri)



Hafrafells Diana (Ugla)

Eigandi : Hjalti Reynir Ragnarsson og fj.(Sveit rétt hjá Borganes)



Hafrafells el Gringo

Eigandi : Kristinn Ólafsson og fj. (Reykjavík)


Hafrafells el Pablos

Eigendur : Birna Árnadóttir og Guðmundur Arnar Ragnarsson (Akranes)



Hafrafells Harka

Eigandi : Kristinn Jens Kristinnson (Noregur)


Hafrafells Hera

Eigandi : Páll Kristjánsson og fj. (Húsavík)


Hafrafells Hrefna

Eigandi : Kristinn Jens Kristinsson (Noregur)


Hafrafells Zuper Castro

Eigandi : Einar Guðnason (Kópavogur)

4. mar. 2014

Hafrafells Ares



Hér koma nýjar myndir sem teknar voru í dag af Hafrafells Ares. Þessi rakki er ennþá laus






12. feb. 2014

Nýliðakynning

(mynd af Hafrafells el Gringo)

Hvetjum við hjá Hafrafellsræktun alla nýliða og lengra komna til að mæta á nýliðakynningu hjá fuglahundadeild sem haldin verður 13 febrúar í húsnæði Hundaræktunar félagi Íslands að Síðumúla 15. Fundurinn byrjar klukkan 19:30

Hér er hægt að sjá allar upplýsingar http://fuglahundadeild.is

Einnig hvetjum við alla til að kíkja reglulega inná þessa síðu http://fuglahundadeild.is/ þar sem allar upplýsingar um viðburði, sýningar og veiðipróf eru til staðar.

2. nóv. 2013

Hafrafells Ares


Vegna breyttra aðstæðna höfum við ennþá einn lausann hvolp. Það er hann Hafrafells Ares. Áhugasamir endilega hafið samband við okkur. 

Hafrafells Ares er því síðasti hvolpurinn sem við höfum til sölu. Þessi rakki er stæðsti rakkinn í gotinu hjá okkur. Ares er mjög barngóður og hefur mjög gaman að því að leika og sækja fyrir okkur. Hann er óhræddur við vatn, þó svo að ekki hafi reynt á sundhæfileika þá finnst honum mjög gaman að sulla.  

Hér eru nokkrar myndir af honum